31. desember 2014

Gamlársdagur byrjar vel vaknaði kl 9 og skellti mér uppí sporthús í Spinning með Aroni Freyr við skemmtum okkur konunglega þetta var nú svoldið erfitt en alveg þess virði við erum áhveðin í að fara aftur í Spinning og draga þá Halla með okkur góð byrjun á góðum degi nú er ég endurnærð fékk mér þetta frábæra boost þannig klár í daginn . Nú er mútta og pabbi á leiðinni við mamma ætlum að eyða deginum í handavinnustúss og skemmtileg heit svo verður mikið borðað og sprengt í kvöld og kanski opnaðir nokkrir kaldir :)

30. desember 2014

Dagur 2 í ræktinni

Ánægð með mig skellti mér aftur í dag í Sporthúsið með stráknum og Halla . Halli keypti sér árskort sem er bara gott .Fjölskyldan verður aldeilis flott eftir einhverja mánuði .Fórum í bæjarferði í dag þurftum aðeins að snúast svo var skellt sér í Vogana og verslað flugelda af Skyggni svo var farið í ræktina og síðan eldað lasagna svo núna er ég sófaklessa og ætla vera það sem eftir lifir kvöldsins

29. desember 2014

Nú er ég ánægð með mig skellti mér í Sporthúsið með Aroni Frey bara hressandi ég er alveg ákveðinn í að skella mér á árskort fannst þetta frábært æðislegur staður skellti mér svo í ljós eftir ræktina bara hressandi alveg endurnærð nú verður tekið á því ætla vera orðin flott og fín áður en ég fer til sólarlanda í endir maí hef 5 mán leyfi ykkur að fylgjast með nú verður tekið á því  :)

Ljúfa líf

Jæja fór að versla áramótamatinn áðann ætla elda lambafille með öllu tilheyrandi svo verður heimtilbúinn ís og ávextir á eftir .Það rignir ansi mikið hérna suður með sjó í Innri- Njarðvíkinni sem er ágætt vonandi fer sem mest af þessum klaka sem er á götum og gangstéttum . Er að fara henda fiskirétt í ofninn ýsa í Toscanasósu umm gott eftir allt kjötátið meðan ýsan mallar í ofninum ætla ég að sauma smá út svo spennandi mynd sem ég er að gera sýni ykkur hana fljótlega :)
Fórum á ball í gær í Stapanum með Bjögga , Matta og jóhönnu og rokkibillibandinu þetta var mjög dapurt ball í mesta lagi 10 á sama tíma í salnum í einu það lá við að væru fleiri í hljómsveitinni en á ballinu frekar mikið dapurt ball en ég skemmti mér nú samt konunglega svo var endað kvöldið á Paddys þar var þrusustemming :)

Èg og kallinn :)

Bara pròfa pòsta færslu með sìmanum 😃

Desember

Jæja þá eru jólin búin ,við erum búin að hafa það extra kósý um jólin byrjuðum á að bjóða öllu liðinu í skötuveislu það var bara æðislegt .Svo á aðfangadag kom mamma og pabbi í mat við höfðum humarsúpu í forrétt og önd og hamborgarahrygg í aðalrétt þar sem ég þoli reykt kjöt svo illa en öndin var æði grilluð og fín svo var heimagerður ís í eftirrétt við höfðum það bara voða gott um jólin og svakagaman að hafa mömmu og pabba hjá okkur :) .Á jóladag héldum við systkinin jólaboð saman það var haft heima hjá Einari . Fannar komst ekki því Þóra var svo óheppin að brjóta sig korter í jól . Núna er bara beðið eftir ára mótunum sem verða mikið át og miklar sprengjur bara gaman svo tekur maður nýja árið með trompi og reynir að losa sig við allt jólaátið :)